Saturday, June 11, 2005

Ástandið

Ég, Lúlli og Lilja fórum á pub í gær. Bjór og gaman og lentum óvart inní gæsapartýi hjá einni gellu. Reyndar var þetta hálfgert gæsa/stekkjapartý þar sem bæði brúðurin og brúðguminn voru á svæðinu með öllum sínum vinum.
Það sem var líka skemmtilegt við þetta að brúðhjónin tilvonandi voru á sjötugsaldri. Alger snilld. Kareoki með live hljómsveit og söngvarar og hljómsveit allir yfir 60tugu og meira. Brúðurinn tilvonandi með borða "Bride to be" og slör. Við mingluðum vel þarna inní og komumst að því að brúðguminn var í hersetunni á Íslandi (Navy - HMS strangler). Náði greinilega ekki í eina íslenska en að gifta sig núna á sjötugsaldrinum. Við erum meira að segja boðin í veisluna á pubnum næsta föstudag. Og fundum fullt af öfum sem okkur langar að ættleiða.

No comments: