Saturday, June 04, 2005

tyggjó og tvítólafólk

Fór í vinnuna um daginn og Lúlli fór á meðan í Borders að skoða bækur
fórum svo og fengum okkur hádegismat sem er nú ekki frásögufærandi
nema já og nema hvað
erum að standa upp og þá er ég föst við stólinn - tyggjó!!!!
það hafði einhver sett tyggjó í stólinn og ég var í fínum buxum og allt
sniff sniff - nú buxur í frysti - virðist samt ekki vera að virka
er einhver með góð húsráð HJÁLP

Svo ég labbaði um bæinn með tyggjóklessu á rassinum falda á bak við peysu
sem ég batt um mig. Fórum á Wallace collection og sáum styttu af tvítólakonu
Lúlla fannst þetta náttúrulega það mest spennandi af öllu
En ég enn pirruð útí tyggjófólk og ætla að stofa flokkinn BÖNNUÐ TYGGJÓ
Wir mussen das Kaugummi ausrotten!!!
Wir mussen das Kaugummi ausrotten!!!
Sérstaklega þegar fólk getur ekki hent þessu drasli í ruslið
usussuss

2 comments:

Véfrétt said...

Hef ekki prófað þetta - en það á víst að virka að hella kóki á tyggjóið... láta liggja smá stund og kroppa svo af...? Minnir að það hafi átt að vera flatt kók, er ekki alveg viss. Kannski prófa bara bæði? Gangi þér vel...

Skoffínið said...

hhahahahah æjæjæjæj bömmer með tyggjóið. Kann nú engin sérstök húsráð en Solla getur kannski reddað þér með straujárni;) bwahhhhhahahaha