Friday, October 07, 2005

Mugison

Fór í gær með Sollu og Sindra og vinnufélögum Sindra á Mugison tónleika
frábært í einu orði sagt

Fyrst voru tvær upphitunarhljómsveitir - man ekkert hvað þær heita núna
en fyrsta var hipp hopp hljómsveit með svona Bad Boy Buddy stíl þar sem söngvarinn var með svartan nælonsokk eða eitthvað álíka yfir hausinn - hárkollu og leik sér iðulega með uppblásnadúkku - hinir tveir í hljómsveitinni voru klæddir í pokamon búninga

Önnur hljómsveitin - íslensk - með svona sígaunatónlist - trompetleikarar, bassi, gítarar, básúna, harmonikka os.frv. - mjög góð

Mugison - náttúrulega snilldin ein - skemmti mér ýkt vel - frábær tónlistarmaður - endaði meira að segja að kaupa mér geisladisk eftir tónleikana og fá hann áritaðann
- var alveg ' uhhh vil ekki vera gruppía en gætirðu áritað hann - uhh'
Solla snilli gekk einu skrefi lengra og fékk hann til að árita brjóstið sitt
ég tek ofan fyrir þér Solla

en sum sé gott kvöld og mæli eindregið með Mugison

3 comments:

Anonymous said...

Mugison fékk bestu dómana á Hróarskeldu þetta árið, fékk betri dóma heldur en mörg þekkt og stór bönd..Hann er að sjeikaða!

Anonymous said...

Mugi var mjög flottur á Hróarskeldunni, ég get staðfest það.

Skoffínið said...

Það er eitthvað sem ég þyrfti að gera áður en ég dey - Koma fram í Pókemon búning og árita brjóstið á eihverjum!!!