Wednesday, January 31, 2007

sá annað

Æi fann annað video og ég gat ekki stillt mig um að sýna ykkur það

dagurinn mikli

Frábærlega skemmtilegt að sjá hversu brúðkaup og brúður geta verið misjafnar þið verðið að sjá þetta - þið verðið að sýna þolinmæði fyrstu mínútuna en þetta er æði.

Monday, January 29, 2007

Hvað er í gangi?

Ótrúlegt hvað konur geta látið hafa sig út í. Hvað er með sjálfsmynd kvenna. Hvað gera stelpur ekki til að detta í það og komast til útlanda

Um helgina efndi Superman.is til stórveislu á Pravda og auglýstu eftir stelpum: Seiðandi tískusýning frá KNICKERBOX og Supergirl kepni!Húsið opnar 22:00 frítt inn til 24:00Frítt áfengi til 24:00 eða meðan birgðir endast! Ekki missa af fyrsta alvöru ljósmynda partýi ársins í boði superman.is og Cult shakerÓVÆNT UPPÁKOMA VERÐUR EFTIR UNDIRFATA SÝNINGUNNA Supergirl keppnin.Stelpur þurfa að skrá sig og að sjalsögðu mæta tímalega í partyiðog gera hvað sem er til að reyna að heilla SUPERMAN! Hún mun ráða allveg 100% hvað húnvill gera. Dansa, hoppa, fækka fötum eða bara hvað sem hugurinn gyrnist henni.Í vinning er utanlandsferð og fer skráningfram á supermanparty@gmail.comFram þarf að koma nafn, aldur, sími og auðvita email. Á meðan keppnin stendur yfir munu dömurnar gæða sér á Cult Shaker í boði VínTríó og Superman.is

Þetta varð svo útkoman - sjá meira ógeð hér
Takið líka eftir öllum stafsetningavillunum í auglýsingunni

hrikalega kúl myndir

mér finnst þetta alveg hrikalega kúl myndir

Góð helgi

Átti góða helgi. Pabbi bauð í leikhús í tilefni þess að ég er eldri og við fórum að sjá Best í heimi
rosalega skemmtilegt leikrit og ég hló og hló og hló. Fórum svo og drukkum rauðvín og gin og nutum þess að vera til. Á laugardaginn vann ég og fórum svo í myglaðan mat til tengdó. Átti nokkuð erfitt með að horfa á fólkið borða sumt - já ég veit ég er pattrófa með áferðarfóbíu en svona er ég bara. svo var bara hvítt og rautt og bjór á boðsstólum og spiluðum og skemmtum okkur konunglega. Kvöldið endaði mjög fyndið þar sem allt í einu var tengdapabbi farinn að sofa og Lúlli og mamma hans búin að læsa sig inn á klósetti á trúnó með koníakspela með ég og Lára litla systir hans sátum inn í stofu og skildum ekki neitt. Vorum ekki í alveg eins miklu annarlegu ástandi og þau mæðginin. Gærdagurinn fór svo í ýkta leti og enduðum í mat hjá Boggu og Hersteini og horfðum á The first head transplant - hryllingsmynd á vegum National Geographic en ýkt fræðandi.

Thursday, January 25, 2007

batnandi mönnum er best að lifa

ég lærði nýtt núna rétt í þessu - munið þið lagið Wake me up before you gogo með Wham
- náttúrulega yndislegt 80s lag eins og þau öll eru þegar lífið var einfalt allir sungu um "ekkert" og sveifluðu sér í takt en voru svoooo hamingjusamir. En allaveganna þá fann ég textann á netinu og sá að ég hafði misskilið hann

Jitterbug [4X]

You put the boom-boom into my heart
You send my soul sky high when your lovin' starts
Jitterbug into my brain
Goes a bang-bang-bang 'til my feet do the same
But something's bugging you
Something ain't right
My best friend told me what you did last night
Left me sleepin' in my bed
I was dreaming, but I should have been with you instead.

Wake me up before you go-go
Don't leave me hanging on like a yo-yo
Wake me up before you go-go
I don't want to miss it when you hit that high
Wake me up before you go-go
'Cause I'm not plannin' on going solo
Wake me up before you go-go
Take me dancing tonight
I wanna hit that high (yeah, yeah)

You take the grey skies out of my way
You make the sun shine brighter than Doris Day
Turned a bright spark into a flame
My beats per minute never been the same

'Cause you're my lady, I'm your fool
It makes me crazy when you act so cruel
Come on, baby, let's not fight
We'll go dancing, everything will be all right

Wake me up before you go-go
Don't leave me hanging on like a yo-yo
Wake me up before you go-go
I don't want to miss it when you hit that high
Wake me up before you go-go
'Cause I'm not plannin'' on going solo
Wake me up before you go-go
Take me dancing tonight
I wanna hit that high (yeah, yeah, baby)

(Jitterbug)
(Jitterbug)

Cuddle up, baby, move in tight
We'll go dancing tomorrow night
It's cold out there, but it's warm in bed
They can dance, we'll stay home instead

(Jitterbug)

Wake me up before you go-go
Don't leave me hanging on like a yo-yo
Wake me up before you go-go
I don't want to miss it when you hit that high
Wake me up before you go-go
'Cause I'm not plannin' on going solo
Wake me up before you go-go
Take me dancing tonight
Wake me up before you go-go, don't you dare to leave me hanging on like a
yo-yo
Take me dancing

(Boom-boom-boom)

'Eg sem sé skyldi aldrei þetta Jitterbug - og hélt í raun að þetta væri bara jukebox eða eitthvað álíka skyldi ekkert en í raun er þetta
a strenuously acrobatic dance consisting of a few standardized steps augmented by twirls, splits, somersaults, etc., popular esp. in the early 1940s and performed chiefly to boogie-woogie and swing.

Passar kannsi ekkert betur við textann en jukebox en maður lærir alltaf eitthvað nýtt og fyrir þá sem vilja fara aftur í tímann þá bíð ég ykkur þetta

Monday, January 22, 2007

strætódruslur

Núna þegar ég get ekki hjólað í vinnuna vegna þess að Ísland er leiðindaland sem alltaf snjóar í og þjónusta við almenning er ömurleg hvað varðar ruðning á gangstéttum og hjólastígum þá verð ég því miður að taka strætó. Ekki sérdeilis ánægð með hækkun á strætófargjöldum
280 krónur í strætó – fyrir þjónustu sem kemur einungis á 20 mínútna til 30 mínútna fresti og er aldrei (og ég meina næstum aldrei) á réttum tíma.

Stakt strætó 280 krónur sem samsvarar $4, £2, €3.10 – og Reykjavik er lítil lítil borg

Ég gerði smá óvísindalegan samanburð á strætóverði
London = 2 Pund (næstum sama og í Reykjavík (2,03 pund) nær því þó ekki alveg, en verðum líka að athuga að gengið er 137)
París = 1.30 evrur (1,8 evrum eða 162 krónum ódýrara en í Reykjavík)
Berlín = 1,20 evrur (1,9 evrum eða 172 krónum ódýrara en í Reykjavík)
Róm = 1 evra (2,10 evrum eða 190 krónum ódýrara en í Reykjavík)
New York = 1 dollari (3 dollurum eða 209 krónum ódýrara en í Reykjavík)

Þetta er fáranlegur verðmunur, svo ekki sé tekið mið af því að strætó á Íslandi fer á 20-30 mínútnta fresti en lengst af milli strætóa er t.d. um 10 -12 mín í London. Mér finnst að eitthvað þurfi að gera í þessu þetta er hreinlega ekki hægt. Hvernig dettur ráðamönnum í hug að gera svona og reyna svo að væla um að Reykjavíkingar taki ekki strætó!!!!!!!Væri mikið til í að sjá hvort tölur séu til um íbúðafjölda og notkun á strætó miðað við í Reykjavík og á Akureyri þar sem er ókeypis í strætó.
Hingað og ekki lengra

Thursday, January 18, 2007

Scaryyyyyyyyyyyy

Rakst á slúður um hana Lindsay Lohan í hádeginu í dag þar sem segir að hún sé að fara í meðferð greyið. einhvern veginn endaði ég á að flétta upp meiru varðandi hana, þessa 21 árs gömlu stúlku sem er búin að fara í brjóstastækkun og varastækkun og hver veit meira - kannski er snípurinn á henni of síður og vinstri stóra táin krumpuð. En ég vorkenni þessu fólki - ég skil vel að láta aðeins lappa upp á poka og þess háttar þegar húðin er orðin þreytt en þegar ungar stúlkur eru farnar að laga sig til þegar þær eru 17 ára og yngri þá finnst mér þetta skelfilegt. Hins vegar finnst mér alltaf gaman að skoða síður með svona freakum .
Bendi sérstaklega á kóala nefið hennar Parísar, brjóstin á Vivecu, og er pottþétt á að Mickey Rourke og Melanie Griffith geta unnið Michael Jackson um scaryface/scarface.
Góða skemmtun

Íslenskt já takk

Komst að nýju um daginn - alltaf gaman að fræðast
Eldavélin mín er ekki þýskt gæðastál eins og ég hélt heldur íslenskt gæðastál
Rafha vörumerkið er íslenskt og stendur fyrir Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði. Allir aðrir vita þetta e.t.v. en mér fannst þetta ofurmerkilegt og er alltaf til í að læra eitthvað nýtt
Íslenskt já takk

Monday, January 15, 2007

Gömul kelling

Er orðin gömul kelling - ef maður myndi hlusta á börn - en þar sem ég hlusta bara á mig - endurtek bara - þá er ég fegin að eitt ár enn er komið - ein hrukka enn - verð bara ánægðari og ánægðari - Hrukka þýðir bara reynsla og það er gaman - öll reynsla er góð reynsla hvort sem hún er ánægjuleg þegar hún átti sér stað eður ei.

Vá rosalega djúp á mánudagsmorni.
En takk fyrir alla kransa, blóm og kveðjur - óska öllum hinum líka sem ég hef ekki hringt í, sent póst o.þ.h. vegna afmælis eða annarra hátíðabrigða - TIL HAMINGJU - ég hugsaði til ykkar

Thursday, January 11, 2007

almáttugur

Ok sumir eiga bara ekki að tjá sig og hvað þá að gera myndband