Monday, January 22, 2007

strætódruslur

Núna þegar ég get ekki hjólað í vinnuna vegna þess að Ísland er leiðindaland sem alltaf snjóar í og þjónusta við almenning er ömurleg hvað varðar ruðning á gangstéttum og hjólastígum þá verð ég því miður að taka strætó. Ekki sérdeilis ánægð með hækkun á strætófargjöldum
280 krónur í strætó – fyrir þjónustu sem kemur einungis á 20 mínútna til 30 mínútna fresti og er aldrei (og ég meina næstum aldrei) á réttum tíma.

Stakt strætó 280 krónur sem samsvarar $4, £2, €3.10 – og Reykjavik er lítil lítil borg

Ég gerði smá óvísindalegan samanburð á strætóverði
London = 2 Pund (næstum sama og í Reykjavík (2,03 pund) nær því þó ekki alveg, en verðum líka að athuga að gengið er 137)
París = 1.30 evrur (1,8 evrum eða 162 krónum ódýrara en í Reykjavík)
Berlín = 1,20 evrur (1,9 evrum eða 172 krónum ódýrara en í Reykjavík)
Róm = 1 evra (2,10 evrum eða 190 krónum ódýrara en í Reykjavík)
New York = 1 dollari (3 dollurum eða 209 krónum ódýrara en í Reykjavík)

Þetta er fáranlegur verðmunur, svo ekki sé tekið mið af því að strætó á Íslandi fer á 20-30 mínútnta fresti en lengst af milli strætóa er t.d. um 10 -12 mín í London. Mér finnst að eitthvað þurfi að gera í þessu þetta er hreinlega ekki hægt. Hvernig dettur ráðamönnum í hug að gera svona og reyna svo að væla um að Reykjavíkingar taki ekki strætó!!!!!!!Væri mikið til í að sjá hvort tölur séu til um íbúðafjölda og notkun á strætó miðað við í Reykjavík og á Akureyri þar sem er ókeypis í strætó.
Hingað og ekki lengra

2 comments:

Fjalsi said...

Nei þetta er satt. Það er undarlegur leikur að bregðast við lítilli notkun á strætó með því að hækka verðið stöðug og - NB án þess að nokkur þjónustuaukning verði.

Það þarf að reka stefnu þar sem fólk er verðlaunað fyrir að velja aðra samgöngumáta en einkabílinn og grunn forsenda er að fólki sé gert auðveldara fyrir að nýta sér þá. t.d. með því að leggja alvöru hjólreiðastíga og auka tíðni strætisvagna, a.m.k. stofnleiða.

Það er í raun verið að neyða þig til að annað hvort skipta um vinnu eða kaupa þér bíl.

Mikið djöfull er ég feginn að vera búinn að skrá mig úr þessu kúkasamfélagi.

Anonymous said...

Við ættum kannski bara að flytja til Akureyrar?? :)