Átti góða helgi. Pabbi bauð í leikhús í tilefni þess að ég er eldri og við fórum að sjá Best í heimi
rosalega skemmtilegt leikrit og ég hló og hló og hló. Fórum svo og drukkum rauðvín og gin og nutum þess að vera til. Á laugardaginn vann ég og fórum svo í myglaðan mat til tengdó. Átti nokkuð erfitt með að horfa á fólkið borða sumt - já ég veit ég er pattrófa með áferðarfóbíu en svona er ég bara. svo var bara hvítt og rautt og bjór á boðsstólum og spiluðum og skemmtum okkur konunglega. Kvöldið endaði mjög fyndið þar sem allt í einu var tengdapabbi farinn að sofa og Lúlli og mamma hans búin að læsa sig inn á klósetti á trúnó með koníakspela með ég og Lára litla systir hans sátum inn í stofu og skildum ekki neitt. Vorum ekki í alveg eins miklu annarlegu ástandi og þau mæðginin. Gærdagurinn fór svo í ýkta leti og enduðum í mat hjá Boggu og Hersteini og horfðum á The first head transplant - hryllingsmynd á vegum National Geographic en ýkt fræðandi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment