Komst að því að megrunarlausi dagurinn var í gær - vissi ekki af því en tók þátt í honum og er stolt af því
Ég át - subway með kóki - í hádegis/morgunmat -Labbaði niður á Granda að ná í reiðfákinn minn - og hjólaði til baka og horfði á fólk - át M&M með kóki (afgangskóki frá Subway) - hjálpaði Ólöfu að þrífa íbúðina sína sem hún er að flytja úr og borðaði TV dinner - believe me or not 1944 rétt í kvöldmat (gerist aldrei - en nennti sko ekki að elda og hungur kallaði) - með enn sama 1/2 lítra kókinu frá Subway og skemmtiefninu Law and Order
Svo ég held að ég hafi bara tekið ágætlega þátt í deginum - var ekkert að hugsa of mikið hvað ég lét ofan í mig og hreyfði mig til skemmtunar - stóð reyndar ekki á torginu og predikaraði um átröskun og offitu - get ekki sagt að ég hafi labbað um og vakið athygli á því hvað fólk borðar - reif engar pylsur úr höndunum á stóru fólki eða tróð pylsu upp í litla fólkið en ég er þó að blogga um megrunarlausa daginn í dag - svo hey ég tek smá þátt
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
jú gó görl! stend með þér í baráttunni!
Post a Comment