Tuesday, May 08, 2007

Umhverfismengun

ohhh maður fær alltaf illt í hjartað þegar maður les svona fréttir.
Jörðin er að sökkva og við höldum áfram að menga, byggja álver og virkjanir og drulla yfir jörðina.

Hugmyndir til stjórnmálamanna varðandi umhverfismengun - gott er nefnilega að byrja einhvers staðar:

1. Umbuna fólki fyrir að hjóla, labba, taka almenningsvagna o.s.frv. til vinnu - ef einstaklingar fá eitthvað til að byrja með t.d. fyrir að hjóla í vinnuna - segjum skattaafslátt eða eitthvað slíkt þá hefur það áhrif. Svo um leið og vaninn er kominn á þá langar þá ekki að keyra í vinnuna því hitt er mun betra - líður betur með það o.s.frv. - því miður þarf oft skammtíma ágóða fyrir einstaklinga til að byrja en ekki langtíma ágóða eins og hrein náttúra.
2. Það þarf að setja upp kerfi þar sem eru grænir pokar fyrir lífrænt rusl, brúnir fyrir pappír o.s.frv. og ruslið yrði sótt flokkað heim til fólks - margir veigra sig undan því að flokka því þeir nenna ekki að fara í sorpu eða á aðra gámastaði en ef þetta er sótt heim til fólks þá er ég viss um að fleiri myndu taka þátt
3. Leggja skatt á bíla sem menga meira og fylgst með akstri fólks - ef fólk keyrir á jafnari hraða þá eyðir það minna bensíni sem leiðir til minni umhverfismengunar
4. Efla fólk í að kaupa matvælaumbúðir sem eru ekki plast ofan í plast o.s.frv. - því minna umbúðarvesen því betra fyrir náttúruna. Hvernig væri t.d. að Ríkið myndi sjá til þess að skaffa fólki t.d. glerdollur sem það gæti geymt t.d. pasta, kaffi, hrísgrjón og allar þessar vörur sem við erum svo oft að kaupa og fáum fullt af rusli með (umbúðarrusli). Svo færi fólk með glerdollurnar sínar í búðina og þar væri viktað í dollurnar - kæmi líka bara skemmtileg markaðsstemning út frá því

jæja þetta eru bara nokkrar hugmyndir sem hafa komið upp í hausinn minn. Fleiri hugmyndir óskast
ætti ég kannski bara að fara á þing með þessar hugmyndir??

2 comments:

Anonymous said...

Lailu á þing! Alveg sammála með að umbuna fólki, en kannski frekar með því að skattleggja ákveðna bíla, þunga bíla eða stóra sem menga. Bæta aðstöðu til hjólreiða og gönguferða, að labba eða hjóla um borgina getur sýnt manni hvað þessi málaflokkur er lítið hirtur, vantar göngustíga og ef framkvæmdir eru í gangi er ekkert hugsað um gangandi vegfarendur.

Anonymous said...

Það færi þér mjög vel að vera á þingi! Þinn tími mun koma...