Wednesday, July 25, 2007

Myndband

Fann þetta snilldar myndband
minnir mikið á þegar vinkona mín hún Drífa smitaði okkur af Scaryface
ásamt fallegum skotum sem hafa verið teknar á myndavélar að undanförnu
og er bara týpískt eitthvað sem ég og vinir mínir gerum

súkkulaðivax

Fór í hádeginu í vax - bíkínívax - jamm Brasilía here I come - fékk eitthvað nýtt vax sem heitir súkkulaði vax - brúnt vax sem harðnar svo og verður að plasti og það er svo bara rifið af.

Ég get ekki sagt að þetta hafi verið the most pleasent lunch break sem ég hef haft. Góð rækt - svitnaði og svitnaði - reyndi að einbeita mér að Lifandi vísindum en hvorki gat það vegna sársauka né bligðunarkenndar. Liggjandi með fæturnar upp og haldandi undir hnésbæturnar á meðan að einhver kona með hanska límir eitthvað á mig og rífur þar til augun detta út úr með tárum.

Ekki nóg með það þá fór ég aftur í nærbuxurnar eftir á - fór svo núna á klóið og átti í mestu vandræðum með að komast til að pissa þar sem súkkulaði klessur voru fastar í afgangshárum (jamm ég tók ekki allt - vil ekki vera tólf ára) og svo eru nærbuxurnar (fór í ljósar) orðnar allar út í brúnum klessum eins og ég hafi kúkað á mig fram á við.

Nú er ég voða fín en er að spá hvort ég eigi að vera commando í dag

Tuesday, July 24, 2007

Jailið

æj aumingja hún Lindsay hún fékk greinilega ekki nógu mikla athygli og vildi endilega gera nákvæmlega það sama og Paris litla og fara í Jailið

- Britney gerði þó eitthvað öðruvísi og rakaði á sér hárið

En það er greinilega komið í tísku að fara í fangelsi - hmmm hvað á ég að gera af mér um helgina

Friday, July 20, 2007

Ég

Ég er búin að finna dýrið sem lýsir mér:

flott síða

Mér finsnt þessi síða skemmtileg

Wednesday, July 18, 2007

Þýðingar

Æj það er svo gaman þegar maður rekst á beinar þýðingar

Flottur bakpoki fyrir lifandi fólk á ferð og flugi

sem sé ekki fyrir látna

spurning um heiðarleika

ég veit ekki hvort ég hefði skilað þessu

Tuesday, July 10, 2007


PIIIIIIIIRRRRRRRRRRRRRRRR

Ég og Lúlli vorum að velta fyrir okkur að fara veiða og tjalda um helgina hjá Þórisstaðavatni inn af Hvalfirði. Taka bara rútu út í Ferstiklu og labba svo yfir heiðina með bakpoka með draslinu okkar. En nei þetta fuc............. land gerir ráð fyrir að allir eigi bíl. Óþolandi óþolandi land. Það eru engar rútuferðir inn í Hvalfjörð lengur - ekki ein einasta - ég er alveg BRJÁLUÐ
Mér finnst svo skelfilega sorglegt hvernig komið er fyrir íslenskum dómsstóli þegar maður horfir á sýknunina í nauðguanrmálinu á Hótel Sögu.

Það er viðurkennt að konunni hafi verið nauðgað:
Dómurinn segir að ótvírætt hafi komið fram hjá stúlkunni í málinu frá upphafi, að allt sem gerðist í salernisklefanum hafi verið gegn vilja hennar. Læknir á neyðarmóttöku hafi borið að stúlkan var í miklu uppnámi yfir því sem gerst hafði þegar hún kom á þangað, konan var með áverka og við sálfræðirannsókn hafi greinst merki um áfallastreituröskun. Þetta allt þyki styðja þann framburð hennar, að hún hafi ekki viljað eiga samræði eða önnur kynferðismök við manninn.

en samt er hann sýknaður. hann gerði sér sem sé ekki grein fyrir að hann væri að nauðga - heldur var hann bara að fá sér á broddinn í raun hjá "dauðri" stelpu - þar sem hún var frosin og hefði allt eins getað verið áfengisdauð.

það að maðurinn ýtti konunni inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hafi verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægi þetta eitt til þess að maðurinn verði sýknaður af ákærunni.

Skilaboðin út í samfélagið eru sem sé að það er allt í lagi að nauðga svo lengi sem konan (eða maðurinn) getur ekki varist. Ef manneskja er dauð þá er allt í lagi að ríða henni og nauðga því hún getur ekki varið sig.

ég skil bara ekkert í þessum dómi - þetta er svo mikið bullshit - svona já hún gengur um í pilsi ="hún bauð náttúrulega hættunni heim þar sem það var svo auðvelt að nauðga henni og hún veitti enga mótspyrnu"

Þessi blessaði heimur virðist bara fara versnandi - getum við ekki gert eitthvað í þessu - hvar eru mótmælin???

Monday, July 09, 2007


það er tívólí fyrir utan vinnuna mína núna - úff
sömu lögin over and over again - ískur í tækjum
spástelpu skrækir inn á milli - get ekki sagt að þetta sé ekki smáááá´þreytandi
sérstaklega ískrið í einhverju tæki sem er greinilega stöðugt í gangi og alltaf sama hljóðið - þetta er eins og svona fanga pínting þar sem dropi er látinn leka alltaf á sama stað þar til fólk verður sturlað

Jú ég gæti alveg lokað glugganum en þá verður loftlaust og heitt
arg
jú ég má alveg kvarta - það er nú einu sinni mánudagur

Thursday, July 05, 2007

Kína vs. USA

Einhvern veginn er ég viss um að við fengjum meiri fréttir af þessu ef þetta hefði gerst í USA