Tuesday, July 10, 2007

Mér finnst svo skelfilega sorglegt hvernig komið er fyrir íslenskum dómsstóli þegar maður horfir á sýknunina í nauðguanrmálinu á Hótel Sögu.

Það er viðurkennt að konunni hafi verið nauðgað:
Dómurinn segir að ótvírætt hafi komið fram hjá stúlkunni í málinu frá upphafi, að allt sem gerðist í salernisklefanum hafi verið gegn vilja hennar. Læknir á neyðarmóttöku hafi borið að stúlkan var í miklu uppnámi yfir því sem gerst hafði þegar hún kom á þangað, konan var með áverka og við sálfræðirannsókn hafi greinst merki um áfallastreituröskun. Þetta allt þyki styðja þann framburð hennar, að hún hafi ekki viljað eiga samræði eða önnur kynferðismök við manninn.

en samt er hann sýknaður. hann gerði sér sem sé ekki grein fyrir að hann væri að nauðga - heldur var hann bara að fá sér á broddinn í raun hjá "dauðri" stelpu - þar sem hún var frosin og hefði allt eins getað verið áfengisdauð.

það að maðurinn ýtti konunni inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hafi verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægi þetta eitt til þess að maðurinn verði sýknaður af ákærunni.

Skilaboðin út í samfélagið eru sem sé að það er allt í lagi að nauðga svo lengi sem konan (eða maðurinn) getur ekki varist. Ef manneskja er dauð þá er allt í lagi að ríða henni og nauðga því hún getur ekki varið sig.

ég skil bara ekkert í þessum dómi - þetta er svo mikið bullshit - svona já hún gengur um í pilsi ="hún bauð náttúrulega hættunni heim þar sem það var svo auðvelt að nauðga henni og hún veitti enga mótspyrnu"

Þessi blessaði heimur virðist bara fara versnandi - getum við ekki gert eitthvað í þessu - hvar eru mótmælin???

No comments: