Wednesday, July 25, 2007

súkkulaðivax

Fór í hádeginu í vax - bíkínívax - jamm Brasilía here I come - fékk eitthvað nýtt vax sem heitir súkkulaði vax - brúnt vax sem harðnar svo og verður að plasti og það er svo bara rifið af.

Ég get ekki sagt að þetta hafi verið the most pleasent lunch break sem ég hef haft. Góð rækt - svitnaði og svitnaði - reyndi að einbeita mér að Lifandi vísindum en hvorki gat það vegna sársauka né bligðunarkenndar. Liggjandi með fæturnar upp og haldandi undir hnésbæturnar á meðan að einhver kona með hanska límir eitthvað á mig og rífur þar til augun detta út úr með tárum.

Ekki nóg með það þá fór ég aftur í nærbuxurnar eftir á - fór svo núna á klóið og átti í mestu vandræðum með að komast til að pissa þar sem súkkulaði klessur voru fastar í afgangshárum (jamm ég tók ekki allt - vil ekki vera tólf ára) og svo eru nærbuxurnar (fór í ljósar) orðnar allar út í brúnum klessum eins og ég hafi kúkað á mig fram á við.

Nú er ég voða fín en er að spá hvort ég eigi að vera commando í dag

No comments: