Monday, August 28, 2006

sérvitrningar

maður hefur nú kynnst alls lags fólki á lífsleiðinni en mér finnst þessi ýkt fyndinn en er viss um að ég gæti ekki haldið uppi samræðum við hann :)

Friday, August 25, 2006

guðisélof að tímarnir breytast

Já það er nú gott að tímarnir breytast - skoðið þetta

Friday, August 18, 2006

Ætli margir svari?

Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvort margir svari hinum svokölluðu "nigeríubréfum". Þau hafa verið í gangi frá því áður en faxið var til og internetið og voru send í bréfpósti áður fyrr. En mér finnst merkilegt að þetta virki
sérstaklega eins og neðangreint bréf - ég las það með indverskum hreimi og þá verður það enn skemmtilegra

Hello Friend, It is indeed my pleasure to write you this letter, which I believe will be a surprise to you as we have never met before, and I am deeply sorry if I have in any manner disturbed your privacy. Please forgive this unusual manner of contacting you. My name is Mr. wahid adada, A Bahraini national. I have been diagnosed with Oesophageal cancer .It has defied all forms of medical treatment, and right now I have only about a few months to live, according to medical experts. I have not particularly lived my life so well, as I never really cared for anyone (not even myself) but my business. Though I am very rich, I was never generous, I was always hostile to people and only focused on my business as that was the only thing I cared for. But now I regret all this as I now know that there is more to life than just wanting to have or make all the money in the world. I believe when God gives me a second chance to come to this world I would live my life a different way from how I have lived it. Now that God has called me, I have willed and given most of my property and assets to my immediate and extended family members as well as a few close friends .I want God to be merciful to me and accept my soul so, I have decided to give alms to charity organizations, as I want this to be one of the last good deeds I do on earth. So far, I have distributed money to some charity organizations in the U.A.E, Somalia and Malaysia. Now that my health has deteriorated so badly, I cannot do this myself anymore. I once asked members of my family to close one of my accounts and distribute the money which I have there to charity organization in Bulgaria and Pakistan; they refused and kept the money to themselves. Hence, I do not trust them anymore, as they seem not to be contended with what I have left for them. The last of my money which no one knows of is the huge cash deposit of four Million dollars ($4,000,000.00) that I have with finance House abroad. I will want you to help me collect this deposit and dispatch it to charity organizations. N/B: KINDLY NOTE THAT 80% of these funds must go to victims of recent disasters and another 20% for your effort and time. Upon receipt of your response, I shall communicate with you, and let you know the details of the transfer. Whatever your actions and your decision, I thank you for taking the time to read this email Regards, wahid adada

Wednesday, August 16, 2006

mér finnst þetta æði

mér finnst þetta alveg æðislegt - ég ætla að prófa þetta næst þegar ég er í ræktinni
en veit ekki hvort það sé eins flott sóló

Tuesday, August 15, 2006

Lára mamma

Jæja
Láru tókst að unga út litlu stelpukríli í gær
innilega til hamingju Lára og Sveinbjörn
hihihi
nú ætti pressan á okkur að vera farin

Monday, August 14, 2006

push baby push

Núna er Lára litla systir hans Lúlla að eiga barn. Í þessum töluðu orðum ætti þetta allt að fara að gerast þ.e. hún er búin að vera inn og út af spítalanum frá því í gærkvöldi og sennilega er hún að fara þriðju ferðina sína upp á spítalann núna.
svo nú segjum við öll - go Lára go - push push push

komin heim aftur

jæja skruppum heim til London í 9 daga (lúlli í tvær vikur) og slökuðum á - hittum vini og nutum þess að vera komin aftur "heim". rosa gaman en hef ekki tíma til að segja ykkur ferðasöguna núna þar sem ég er mætt aftur í vinnu - get ekki sagt að mig langaði að skríða af stað í morgun eftir 4-5 tíma svefn en svona er það nú bara -
hmmm klukkutími búinn í vinnunni og ég farin að blogga - búin að lesa póstinn minn yfir og er að reyna koma mér í gírinn aftur - veit ekki alveg samt hversu aktív ég verð í dag
vonandi verður bara ekki mikið að gera

Thursday, July 13, 2006

STRESSSSSSSSSS

Mætti snemma í vinnuna í dag
veit ekki hvort ég þori því aftur
enginn var kominn svo ég kem inn og set inn öryggiskóðann minn fyrir securitas en ekkert virkaði - setti hann aftur inn og ekkert virkaði. shit shit shit allt fór að bíba og bíba mjög hátt. Hringja í securitas fá leiðbeiningar - hlaupa og ná í númerið - ó nei ég setti inn vitlaust númer - gleymdi einni tölu ó shit shit shit bíb ´bi íb íb íbibibibibibibi
og setja númerið enn einu sinni inn - og stopp hljóðið hætti ahhhh litli minn gat andað hægar. Hringja aftur í securitas - kerfið er hætt en það blikkar enn eitthvað svæði - ok við sendum mann - en kostar það ekki mikið og það er hætt kerfið - bíðið aðeins ég ætla að sjá hvort einhver annar kemur - ætla að labba í átt að skrifborðinu mínu og þá hefst aftur bíb´bi´bi´bi´bi´bibíb´bibíbíbbí
ó nei númerið inn - ekki að virka aftur og aftur og aftur
b´bi´bi´bi´bib´bi´bi
hringi aftur í securitas - jú veistu það er best að þú sendir mann
b´bi´bibíb´- hætti bíbíð - þori ekki að hreyfa mig ef það skyldi fara aftur í gang
5 mínútum síðar þá kemur ein sem er að vinna með mér - stimplar sitt númer inn og þá hættir allt að blikka
hvað er þetta maður - horft á mig eins og ég sé mesti hálfviti á jörðinni
- niðurlút hringi ég enn einu sinni í securitas og segi þeim að það sé búið að kippa þessu í lag
úff mér líður eins og algjörum hálfvita og planið er að mæta ALDREI (þó maður eigi aldrei að segja aldrei) aftur snemma í vinnuna
alltaf bíða þar til einhver annar er mættur

Saturday, July 08, 2006

arbeit macht frei

Já það eru ekki bara þýskarar sem líta svona út

Thursday, June 22, 2006

tónlist og myndbönd

ætli þetta sé ádeila á tónlist og myndbönd - gæti orðið vinsælt :)
Maður þarf ekkert mikið til að búa til suma tónlist
smá sýrubakgrunn og stelpur

Monday, June 19, 2006

fullikallinn

Ég veit ég veit
búið að vera bara ýkt busy hjá mér og enginn tími
er flutt og búin að vera í því í 2 vikur að mála pakka niður og svo upp o.s.frv.
komist að þvi að við eigum alltof mikið af dóti og hentum glósum sem við erum búin að vera geyma í gegnum alla skólagönguna okkar - viðurkenni alveg að flestar voru frá mér.
Ég er ekki að grínast en við erum allaveganna búin að tæma 30 A4 þykkar möppur
svo við þurfum aldrei að kaupa aftur möppur - vantar annars einhvern möppur??

jæja -s vo smá fyrir þá sem hafa haldið því fram að þeir hafi einhvern tímann verið fullikallinn í partýi - ég held að enginn hafi náð þessu - allaveganna enginn sem ég þekki - Smá warning - ekki fyrir viðkvæmar sálir

Thursday, May 25, 2006

þetta er merkilegt

þetta þykir mér afskaplega merkilegt. Væri gott ef maður gæti hreinlega sótt um nafnlaust.

Friday, May 19, 2006

ALLIR SEM ELSKA REYKJAVÍK EINS OG HÚN ER

Vinsamlegast látið fólk vita af þessu

Ágæta fólk

Næstkomandi laugardag verður efnt til hátíðar á horni Klapparstígs og Laugavegar frá kl. 11-17. Þar verður markaður, lifandi tónlist og fjölbreytt önnur dagskrá.
Tilgangurinn er að vekja athygli á yfirvofandi niðurrifi húsa við Laugaveg. Búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi 29 af elstu húsunum við Laugaveg, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Við sem stöndum að þessari hátíð viljum að borgaryfirvöld setji skýrar reglur um hús þau sem munu rísa í stað þeirra sem fjúka og að hagsmunir verktaka stjórni ekki ferðinni. Nýsamþykkt deiliskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að 4 og 5 hæða blokkir rísi í stað gömlu húsanna sem munu byrgja fyrir sólina og þar með munu Reykvíkingar tapa mikilvægum minnisvörðum um sögu sína og verslun.

Blómleg markaðstemning verður á hátíðinni og meðal tónlistaratriða verða:
Bogomil Font, KK, Mugison, Gusgus Dj’s, Hairdoctor, Bob Justmann og plötusnúðarnir Margeir, KGB, Eva og Ellen, og Natalie.
Miðbær hverrar borgar er spegill á sögu hennar og við viljum hvetja til virðingar við söguna og fjölbreytileikann í komandi kosningum.
Vinsamlegast sendið póstinn á sem flesta

Thursday, May 18, 2006

þvílíkur bloggari

lélegur bloggari - ekki hægt að segja annað
nú ætla ég að fara að taka mig á í þessu.
Fréttir:
- Hætt hjá Skjali
- Farin að vinna sem sérfræðingur á markaðs og kynningarsviði fyrir TM
Software
- Veit ekkert um hugbúnað
- Hjóla í klukkutíma á dag til að fara í og úr vinnu - spurning hversu lengi
það endist
- Fór á danssýningu í gær - Mjög gaman og drama - lenti í því að það leið yfir
mann í áhorfendasalnum og ljósin voru kveikt og hrópað er læknir í húsinu.
Maðurinn var búinn að æla (ekki fullur - þekki kallinn) og enginn settist
aftur nálægt því svæði sem hann var á) heldur stóðu út í horni hluta af
sýningunni
-margir héldu að þetta atriði væri partur af sýningunni.
- Eurovision undankeppni í kvöld og ég er ekki einu sinni búin að velja mér land til að halda með fyrir aðalkeppnina - sorry Katla - búið að vera svolítið mikið að gerast í hausnum mínum.

Nóg í bili

Tuesday, May 09, 2006

fréttir í beinni

fór í sturtu í morgun - var ekki komin með sjampó í hárið guði sé lof því heita vatnið fór. Úff hvað er að gerast - kalt kalt kalt - hmmm allar óhugnanlegar hugsanir spruttu í kollinn á mér
en svo fór ég fram og þá er heitavatnsrör niður á Hlemmi sprungið
þar er núna lögga og heitavatnskallar að beina öllum frá og allt er rosalega spennandi að fylgjast með þessu. hvað ætli gerist meira

Friday, May 05, 2006

Thursday, May 04, 2006

Er ég að pína mig

Augnlokin á mér eru einstaklega þung í vinnunni í dag. Kannski hefði ég ekki átt að vakna fyrr og fara í ræktina (fyrsta sinn í langan tíma - jamm skamm skamm). Fór út í hádeginu og það var gott veður - labbaði aðeins laugaveginn og fólk sat á út á kaffihúsum og drakk bjór og hvítvín - en ekki ég - þurfti að mæta aftur í vinnu og sit nú með mjög þung augnlok að þýða og hlusta á beach boys. Og beach boys eru ekki beint að halda mér við hugann að vinnunni þar sem ég er farin að sjá mig liggjandi sofandi á strönd með bjór í hendi.
hmmm kannski komin tími til að skipta um tónlist áður en ég rýk á dyr og skelli mér til kaliforniu og gerist beachari.

Monday, May 01, 2006

Súrt

Frekar súr stemmning hér. Sit í stól og er að vinna og einhver nágranni er með gettótónlist eins og eminem - spilað mjög hátt og svo inn á milli heyri ég gráturinn og rifrildið frá nágrönnunum við hliðiná. Frekar súr stemmning líður eins og ég sé hvítt hyski í trailor park.

Saturday, April 29, 2006

Hár

Magnað hvað hár á höfði getur verið fallegt og girnilegt en hár í niðurfalli getur látið mann kúgast.

Wednesday, April 19, 2006

Ammæli

Langt um liðið frá síðustu afmæliskveðju
Til hamingju allir þeir sem hafa átt afmæli frá síðustu kveðju.
Hef ekki gleymt ykkur er bara búin að vera löt að blogga slíkt

En Solli litli á ammæli í dag
svo HAPPY BIRTHDAY solla
njóttu dagsins
stór koss frá klakanum