Monday, June 20, 2005

Það er greinilega aldrei of seint að byrja...

Það er greinilega aldrei of seint að byrja
sá þessa grein á mogganum og fannst hún alger snilld

95 ára maður setti heimsmet í 100 metra hlaupi


Níutíu og fimm ára gamall maður hefur sett nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi í aldursflokknum 95-99 ára. Nýja metið er 22,04 sekúndur og er tæpum tveimur sekúndum betra en gamla metið.

Japaninn fótfrái, sem heitir Kozo Haraguchi, hóf ekki að æfa hlaup fyrr en hann var 65 ára og hann var eini keppandinn í methlaupinu, sem fór fram í borginni Miyazaki. Haraguchi á einnig heimsmetið í aldursflokknum 90-95 ára, 18,08 sekúndur.

Haraguchi sagði að aðstæður hefðu ekki verið sem bestar vegna þess að rigning var og hann þurfti því að einbeita sér að því að renna ekki til í brautinni. „Allir hvöttu mig áfram og ég hugsaði stöðugt að ég mætti ekki hrasa," sagði hann.

Algjört krútt og spáið í því heimsmetið í karlaflokki almennt er 9,77 sekúndur. Mér finnst hann bara alls ekki langt frá því

Ég er viss um að hann vinni mig en gefur manni von að maður verður aldrei of gamall til að geta hlutina.

1 comment:

Anonymous said...

Loosen [url=http://www.greatinvoice.com]free invoice creator[/url] software, inventory software and billing software to conceive professional invoices in one sec while tracking your customers.