Monday, September 26, 2005

lét káfa á mér

Ég leyfði manni að káfa á mér í gær. Svörtum alltílagi útlítandi manni að snerta mig og hann ýtti á alla réttu punktana og ég náði að slaka svo vel á að það var æði - stundi meira að segja lágt inná milli. Ég meina hvað á maður að gera þegar Lúlli er í burtu - maður þarf bara að redda sér. Reyndar er ég svo glötuð að ég þurfti að borga honum fyrir það. Hann sagði meiraaðsegja að ég væri í góðu formi eftir að ég var hjá honum í 15 mínútur (ég er reyndar ekki alveg sammála en hvað um það - ég var ekki að káfa á mér svo hann ætti að vita eitthvað)- hann var kannski að biðja um auka þjórfé? veit ekki en það er samt mjög fyndið að láta nudda sig inná miðjum markaði með alls lags dúndrandi tónlist í kringum sig - en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt

2 comments:

Solla said...

Klukk!

Anonymous said...

ja sko eg veit ekki alveg hvernig eg a ad taka svona frettum,,,hmmm stynjandi svona a markadi med okunnum manni. ha ertu med punkta?