Tuesday, September 20, 2005

pílapína á heima hjá Solla og Sindra

Er búin að vera á fullu að vinna uppá síðkastið, með freelance dót og meira til. Svo er London fashion week byrjuð og maður verður alltaf að hendast á einhverjar sýningar þegar maður hefur tíma. Er reyndar bara búin að fara á 3 - verð ábyggilega ekkert sérlega dugleg í ár.
Kíkti í eitt fashion party í gær þar sem allir voru að sýna sig og sjá aðra - veit ekki hvort var meira af hverju
Svo kom ég heim til SS og þá fékk ég þær fréttir að mús hefði látið sjá sig - skaust sennilega undan eldhúsinnréttingunni - uhlulu -. Ég er svo mikill aumingi að ég svaf með ljós þar sem ég vildi allaveganna geta opnað hratt augun og sjá fljótt hvað væri við fæturna á mér ef ég heyrði eða fann eitthvað skrítið (sef nefnilega í stofunni og eldhúsið og stofan eru svona saman).
En svaf náttúrulega eins og grjót eins og vanalega - músin hefði ábyggilega getað borðað mig án þess að ég hefði tekið eftir því

2 comments:

Skoffínið said...

hvad hefdirdu gert thá ef thú hefdir vaknad í músamalla!!!!????

Laila said...

Uff marr - var ekki búinn að hugsa svo langt - haldiði að músin sé svona stór - ó ó nú þori ég ekki að sofa lengur