Friday, December 22, 2006

jólagjafir

er búin að vera spögulera mikið íþessa daganna varðandi jólagjafir til forstjóra og framkvæmdastjóra. Merkilega er að fólkið sem er á hæstu laununum fær fullt af gjöfum í fyrirtækjum um allt land svokallaðar mútugjafir, en fólkið sem er svo á lágum launum fær ekkert.
merkilega óréttlátt

afhverju fara þessir aðilar t.d. ekki með þessar gjafir í mæðrastyrksnefnd o.þ.h. til einhverra sem minna mega sín og eiga bara efni á mygluðu kjöti.
Nei í alvöru ég bara spyr

Tuesday, December 19, 2006

Gömul húsráð

Fór í kvennaferð í hús og var þar með leik - eftir það lofaði ég að setja inn þessi gömlu góðu húsráð til að allir mínir vinir geti orðið húsmæður og -feður dauðans.

Njótið vel:

  1. Hvað skal gera við geitungastungu: Ef þú ert stungin(n) af geitungi, þá er gott að setja sykurmola eða sykur yfir stunguna og líma niður með plástri.
  2. gera við regnföt. Ef þú þarft sð gera við regnföt sem farið hafa í sundur í "límingunni" þá er gott ráð að leggja sárið saman og setja álpappír beggja megin við það og svo strauja rólega yfir með straujárni.
  3. Tyggjóklessur úr fötum: Þú skellir flíkinni inn í frysti og síðan getur þú mulið tyggjóið úr.
  4. Tyggjóklessur í hár eða á húð: Sæktu smjörlíki, makaðu því vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og voila: mikið auðveldara að ná því úr. Mæli samt með að þvo hárið líka eftir slíka meðferð.
  5. Vaxblettur úr efni nærð þér í dagblað, leggur yfir blettinn og straujar svo yfir. Þá bráðnar vaxið og sogast upp í dagblaðið.
  6. Ná kaffiblettum úr kaffibollum Maður smellir bollunum einfaldlega í klórvatn og leyfir þeim að liggja yfir nótt. Þetta kölluðum við að "klóra" bolla. Síðan þvær maður þá bara eins og venjulega og þeir glansa að innan.
  7. Límblettir af gleri : gott ráð að fá sér sítrónudropa (kökudropa), hella þeim í blauta tusku og nudda vel yfir.
  8. Blettir á parketti er annað sem er frekar hvimleitt, en stundum virkar að taka blauta tusku og hella ediki í hana og strjúka yfir blettina.
  9. þýða hakk án þess að þurfi að taka það úr frysti með sólahrings fyrirvara er gott að setja hakkið í nýjann, hreinan poka og setja hnút efst á pokann. Lofttæma og fletja hakkið út svo það svipi til pizzu. Svo er þetta fryst eins og gert væri með hakk í bakka. Ef þetta er gert tekur ekki nema örskamma stund fyrir hakkið að þyðna svo ekki þarf að ákveða með miklum fyrirvara ef hakk skal vera í matinn.
  10. skera oststykki sem er orðið lítið er gott að taka smjörpappírs lengju og þræða í gegnum gat ostaskerans. Þá gengur mun betur að skera ostinn. Einnig er gott að þrífa ekki ostaskerann eftir hverja notkun því þá festist osturinn ekki við skerann.
  11. Losna við Vonda lykt úr ísskáp: Látið 2-3 tsk af matarsóda standa í opnu íláti í ískáp og þið losnið við alla lykt úr honum. EÐA Strjúka innan úr ískápnum með ediki til að losna við vonda lykt.
  12. Skera sveppi í jafnar sneiðar Til að skera sveppi í jafnar sneiðar er best að skella þeim í eggjaskerann.
  13. Til að losna við fitu sem sest ofan á eldhússkápa: Setja plastfilmu ofan á eldhússkápana. Þá sest fitan og rykið á plastið ekki skápa og ekkert mál að þrífa.
  14. Hvernig lætirðu tengdó halda að þú hafir bakað en ekki keypt köku: Annað ráð í sama blaði var að bræða smjörlíki á pönnu og strá svo kanel yfir. Þá kæmi lykt af nýbökuðu í allt húsið og þú gætir svo borið fram búðarkeyptu kökurnar þínar og allir héldu að þetta væri nýbakað!!!!
  15. Hvernig heldurðu baðherbisflísum glansandi: Bílabón á flísarnar á baðinu, halda glansanum í ár.
  16. Til að ná grasgrænku úr fötum, hellið nýmjólk í blettinn og svo uppþottarlegi og nuddið saman.
  17. Hvítir sokkar verða alveg skjannahvítir ef þeir eru soðnir í vatni með nokkrum sítrónusneiðum. Sítrónan er náttúrulegt bleikiefni.
  18. Til að afrafmagna Mýkingarefni: Er afrafmagnandi og stórsniðugt til þess að m.a strjúka af rimlagardínum og rafmagnstækjum! Blandið mýkingarefninu við vatn og vindið tusku uppúr því.
  19. Auðvelt ráð til að þrífa rimlagardínur: Ef þú þrífur rimlagardínur í baðkerinu, leystu þá upp 1 uppþvottarvélarkubb í vatnið og allt rennur af.
  20. Barnið pissar undir Þegar slys verður og barn vætir rúmið sitt er gott að strá kartöflumjöli á blettinn og láta þorna. Kartöflumjölið drekkur svo þvagið í sig. Þegar bletturinn er alveg orðinn þurr þá er mjölið ryksugað upp og enginn blettur verður eftir í dýnunni.
  21. Til að ná litum af vegg: tannkrem og naglabursti. Gott er að vera í gúmmí hönskum. WD-40 hefur líka virkað vel.
  22. Hvernig færðu leðurskó fína án skóáburðs Pússa leður skó með bananahýðinu, innra laginu, verða mjög fínir.
  23. Ef börnin eru að perla og perlurnar fara út um allt þá er bara að skella nælonsokk á ryksuguna og sjúga perlurnar upp, taka sokkin og tæma í perluboxið.

What the f....

Það er kominn 19. desember
hafiði spáð í það
19. desember

ég verð samt að segja að ég hlakka meira til 22.desember heldur en til jólanna
því 22.desember fer sólin aftur að rísa meira og meira
þetta dimma dimma land er að gera út af við mig
bara leti og leiðindi

en núna er allt að fara gerast bara 3 dagar í sólstöður
og mér sýnist ég bráðum geta farið að hjóla aftur
trút trút trút

Thursday, December 14, 2006

en þetta er karlmaður

Snilldarsíða sem ég sá hjá Hirti og ákvað að prófa sjálf og þetta var útkoman



ég prófaði líka venjulega mynd og þá var ég svona
og lúlli er Matt LeBlanc eða svona

Aumingja ísbirnirnir

Fyrir nokkrum árum síðar las ég sláandi grein um að fjöldi ísbjarna fæddust tvítóla og gætu ekki eingast afkvæmi vegna þessa og ástæðan fyrir þessu er talin vera gróðurhúsaáhrifin. Nú rakst ég á aðra umfjöllun um aumingja ísbirnina og ekki er líf þeirra að skána. Þurfum við mannfólkið ekki að fara gera eitthvað til að sporna við þessum áhrifum. Vera meðvituð um neyslu okkar og líferni og vonandi drukknum við þá ekki öll
Smá pælingar á fimmtudegi

Tuesday, December 12, 2006

Sígarettur tengdar unglingum

Var nokkuð hissa þegar ég var að vafra um á netinu og fór inn á Hitt Húsið og fann þar linkinn

Þetta er í alvörunni sigarettu sjoppa með meiru á netinu og verð ég að segja að það hneyklsaði svolítið mitt „fullorðna“ hjarta að þetta væri linkað frá svona unglingasíðu.
Kannski er ég að misskilja eitthvað en ég vafraði eitthvað og mér sýndust þetta ekki vera súkkulaði rettur

Thursday, December 07, 2006

hvar áttu heima?

Var að komast að því að ekki nóg með það að búið er að skíra götur eitthvað með hvarf þá er líka götur til sem heita leyni t.d. fossaleyni. Þetta er svo mikið út í rassgati að götunafnanefnd hefur ákveðið að skíra göturnar með hvarf og leyni. "Þú finnur þetta aldrei" göturnar "þær eru hvort eð er úti í rassgati"

Wednesday, December 06, 2006

nýyrði

Rakst á merkilegt nýyrði rétt í þessu og ákvað að deila því með ykkur eða þ.e.a.s. orð sem komið er með nýja merkingu

Orðið er Sendiherra og í staðinn fyrir að þýða núna sendifulltrúi einhvers lands þá hefur Sendiherra verið notað yfir enska orðið "runner" eða senditík. Mér finnst þetta mjög merkilegt og var að spá hvort þessir nýju sendiherrar fengu jafn há laun og hinir gömlu sendiherrar og hvort þeir væru alltaf í veislum o.s.fr.v

Monday, December 04, 2006

nú fáið þið að sjá


Gleymdi alltaf að segja ykkur í stuttu máli frá ferðasögunni til Madrídar - hér er smá brot.
Lentum og vorum mjög svöng svo við fórum að borða en kvöldið endaði mjög undarlega þar sem hlaupið var um göturnar með apalæti og endað loks á lokað dansiballi sem var með spænskri FM tónlist - við leitum það ekki aftra okkur frá miklu danseríi.



Getiði bara hver/hvað þetta er

















Næsta dag var reynt að vera meira civilized og það tókst ágætlega nema hvað ég á núna eiginmann á Spáni











Þriðja kvöldið var svo gl
æsileg veisla þar sem fagnað var að sönnum krafti spánverja. Fullt af víni, rautt og hvítt og eitthvað sem ég man ekki hvað heitir og teiknarar og flamengo og ég veit ekki hvað og hvað. Get ekki sagt að ég hafi verið mjög hrifin af matnum þó tapasið sem var í smakk væri best og sá ég mest eftir að hafa ekki borðað á mig gat þar. En nóg var um annað og það skiptir máli


Fyrir þá sem sjá ekki vel þá er þetta sem sé
svínsrass
sjáið bara dindilinn svo fékk ég líka klaufar og meira gummílaði






Í lokin set ég hér eina rómó mynd sem við hjúin tókum af okkur í Toledo þar sem við fórum eftir svínaveisluna miklu að ofan - get sagt að maður var ekki beint hress í rútunni fyrst en það reddast allt



Friday, December 01, 2006

viti menn

viti menn ég gleymdi að kaupa blokkina
ég var meira að segja í Söstrene grene í gær og hefði alveg getað keypt eina þar. Ætli ég geti keypt minni þar á 200 krónur?

Fór með Evu og Þór á runtinn í morgun að reyna kaup rautt nef en það var hvergi til. Reyndar fórum við á tvo staði sem seldu þá ekki og voru bara ekki sölustaðir rauða nefsins en hvað með það

Tókst að kaupa það í hádeginu þegar ég fór á fund niður í siðmenningu. En nefið meiðir mig og ég tala mjög nefmælt með því
ætli nefið mitt sé bara of lítið fyrir svona því þegar ég brosi þá hendist það bara af. en hvað með það styrki allaveganna gott málefni

Friday, November 24, 2006

ansk.

alltaf þegar ég er í strætó eða hjóla í vinnuna þá man ég svo margt sem ég þarf nú endilega að blogga um og deila með ykkur.
en ó nei um leið ég ég sest fyrir fram tölvuna þá man ég ekki neitt sem ég var að hugsa
svo nú ætla ég niður í Smáralind á eftir og kaupa mér litla minnisbók þar sem ég get alltaf krotað niður hugsanir mínar.
held það sé líka bara afbragssniðug hugmynd þar sem ég á það til að gleyma hlutum og vakna svo um miðjar nætur með hnút í maganum þar sem ég man allt í einu eftir því þá.

hmm ætli ég muni eftir að kaupa minnisblokk núna þegar ég er búin að blogga um það
gæti þetta haft vice versa áhrif
læt ykkur vita

Friday, November 17, 2006

lýtaaðgerð


ætli maður geti litið svona út eftir misheppnaða lýtaaðgerð

Thursday, November 16, 2006

pabbi litli

pabbi er alveg að brillera í sagnfræðinni svo maður verður að monta sig smá á honum.
Var í útvarpsviðtali í morgun klukkan 7 (já klukkan sjö) og ég vaknaði og hlustaði á gufuna klukkan 7 og hlustaði á kallinn. Þetta var bara ýkt flott hjá honum.
Og ég veit ekki hvort ég sé orðin rosalega miðaldra eða hvað en mér fannst bara mjög þægilegt að vakna klukkan 7 og hlusta á viðtöl og þess háttar.
ég þarf kannski að fara kaupa mér viðtæki inn í eldhús, elda morgunmat og hlusta á 7 fréttir og viðtöl.

Wednesday, November 08, 2006

Hvað heitir það aftur

ótrúlegt hvað heilinn á manni er lítill.
þegar ég var í menntó og í byrjun háskólans þá var karl í word sem var rosalega mikið notaður. Hann var svona svartur og mjór og var kannski að sparka í bolta, klóra sér í hausnum og svoleiðis. Núna man ég bara ekkert hvað þessi karl heitir og langar að vita það upp á forvitnissakir
Hver man hvað karlinn heitir?

Thursday, October 26, 2006

Alltaf gaman að gera grín af öðrum þjóðum

Five Germans in an Audi Quattro arrive at the Italian border. An Italian police officer stops them and says:

"Itsa illegala to putta five-a people in a Quattro!"

"Vot do you mean, it's illegal?" the German driver asks.

"Quattro means four!" the policeman answers.

"Quattro iz just ze name of ze fokken automobile" the German shouts ..."Look at ze dam paperz: Ze car is dezigned to carry 5 people!"

"You canta pulla thata one on me!" says the Italian policeman. "Quattro meansa four. You havea five-a people ina your car and you are therefore breaking the law!"

The German driver gets mad and shouts "You ideeiot! Call ze zupervizor over!

Schnell! I vant to spik to zumvun viz more intelligence!!!"

"Sorry" the Italian says, "He canta comea . He'sa buzy with a two guys in a Fiat Uno."

Thursday, October 19, 2006

það dimmir og dimmir

Úff hvað það er nú erfitt að vakna núna á morgnanna.
Snoozin mín eru alltaf að vera fleiri og fleiri
Það er bara ekki siðferðilega rétta að þurfa að vakna þegar það
er dimmt úti. Það er bara ekki sanngjarnt.
Og ekki nóg um að það sé dimmt þá er ískalt líka.

Eftir 30 mín. á hjólinu er ég þó orðin tiltölulega hress og ánægð að hafa nú komið mér á fætur og dröslað mér af stað eftir 45 mínútna snooz. Afhverju fór ég samt ekki fyrr á fætur - þá gæti ég t.d. farið fyrr heim
hmmmm - ef maður væri nú skynsamur þegar maður liggur undir hlýrri sænginni

Friday, October 06, 2006

Skýring á "Markaðssetningu."

Létt grín á föstudegi = gott að nota menntunina sína :

Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:

* Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir,
"Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.

* Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í
rúminu."Þetta er auglýsing.

* Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í
rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.

* Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að
honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?"
Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan
ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.

* Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég
hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.

* Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til
að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.

* Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er
tækniaðstoð.

* Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í
öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á
einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær
í rúminu." Þetta er ruslpóstur.

* Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á
brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger.

* Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að
þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru
Bandaríkin.

Wednesday, September 27, 2006

Allir eru sexy í strápilsi

Var að tala við Lúlla á msn-inu um að hætta bara að vinna, selja allt, flytja bara til Kuala Lumpur (hvernig sem það er nú skrifað), einhvers staðar þar sem er heitt og ódýrt. Liggja bara á ströndinni og borða ávexti sem detta af trjánum - Lúlla leist vel á og hlakkar mikið til að sjá Batta í strápilsi

Tuesday, September 26, 2006

Allir með Ómari

Göngum með Ómari

- þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir

Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að Austurvelli klukkan 20.00 á þriðjudag. Ómar hefur kynnt hugmyndir um nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði frestað og Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíðarinnar og eigin samvisku.

Ómar kynnti þessar hugmyndir sínar á blaðamannafundi á dögunum. Við tökum áskorun hans og sýnum stuðning okkar í verki með því að safnast saman og ganga niður Laugaveginn. Við hvetjum þig til að gera slíkt hið sama.

Því er boðað til:
Jökulsárgöngu niður Laugaveginn á þriðjudag kl 20.00 frá Hlemmi að Austurvelli

Horfumst í augu við siðferðislegar skyldur okkar gagnvart landi og náttúru

sjáumst í kvöld góðir hálsar

stuðningur frá öllum skiptir máli

ég verð að benda ykkur á síðu sem að snýr að hórmangi og hvernig farið er með
konur (ábyggilega einhverja menn líka. Þetta er ekki óðgeðsleg síða en
það snertir mann alltaf þegar maður heyrir frásögn fólks sem upplifir svona.
Þessi er um Rósu ýtið á intro þegar þið komið inn á síðuna

Friday, September 22, 2006

ég er ánægð

Gvuð hvað ég er ánægð að vera ekki svona

Wednesday, September 20, 2006

ég get ekki

Ég get ekki einu sinni spilað á einn

Tuesday, September 19, 2006

Hitler Jugend hvað

Almáttugur
það þarf að fara gera eitthvað í þessu

Monday, September 18, 2006

Sumu fólki er ekki viðbjargandi

Tímaritið Sun skýrði frá þessu þann 16.september síðastliðinn:


A DESPERATE boyfriend ripped his willy to bits when he tried to cure premature ejaculation by having sex with a Hedgedog

Zoran Nikolovic — dubbed Mr Jiggywinkle — claimed to be following the advice of a witch doctor when he injured himself on the animal’s pricks.The 35-year-old said he had not yet told his girlfriend about his spine romance and added: “God knows what she will think of me.

“I don’t know whether she’s more likely to dump me for being some kind of pervert or for being such an idiot.”

He explained: “I was so ashamed to go to a normal clinic to discuss sexual problems that I was ready to try anything. When the voodoo man suggested having sex with a hedgehog I walked out.“But he guaranteed me total discretion and 100 per cent success so I decided to try it.”

A hospital spokesman in Belgrade, Serbia, said: “The animal was apparently unhurt. The patient came off much worse from the encounter.“We have carried out similar operations before, but only on people who have been in accidents.“No one here has ever come across anything like it, and I doubt any of us ever will again.”

úff gaman eða hvað

Í nútímasamfélagi á fólk að vera það gáfað að loka hurðinni.
Kíkið á þetta -
Varúð ekki fyrir viðkvæmar sálir

Monday, September 11, 2006

Ef ég væri svona fljót

Vá hvað væri gaman að vera svona fljótur að skipta um.
Þá væri lífið mun auðveldara = vildi líka hafa svona lag undir

Monday, September 04, 2006

ok mér finnst þessi smá fyndinn

Hjón í sumarfríi fóru í bústað við Þingvallavatn. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn.
"Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund".
"Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.

Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!

Það hlaut að gerast

Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð.
Frekar glatað að vera drepinn af stingskötu eftir að hafa barist við krókudíla allt sitt líf. Þessi síðari er einhvern veginn miklu meira ógnandi. ég get ekki sagt að stingkörtur séu beint SCARY

Monday, August 28, 2006

sérvitrningar

maður hefur nú kynnst alls lags fólki á lífsleiðinni en mér finnst þessi ýkt fyndinn en er viss um að ég gæti ekki haldið uppi samræðum við hann :)

Friday, August 25, 2006

guðisélof að tímarnir breytast

Já það er nú gott að tímarnir breytast - skoðið þetta

Friday, August 18, 2006

Ætli margir svari?

Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvort margir svari hinum svokölluðu "nigeríubréfum". Þau hafa verið í gangi frá því áður en faxið var til og internetið og voru send í bréfpósti áður fyrr. En mér finnst merkilegt að þetta virki
sérstaklega eins og neðangreint bréf - ég las það með indverskum hreimi og þá verður það enn skemmtilegra

Hello Friend, It is indeed my pleasure to write you this letter, which I believe will be a surprise to you as we have never met before, and I am deeply sorry if I have in any manner disturbed your privacy. Please forgive this unusual manner of contacting you. My name is Mr. wahid adada, A Bahraini national. I have been diagnosed with Oesophageal cancer .It has defied all forms of medical treatment, and right now I have only about a few months to live, according to medical experts. I have not particularly lived my life so well, as I never really cared for anyone (not even myself) but my business. Though I am very rich, I was never generous, I was always hostile to people and only focused on my business as that was the only thing I cared for. But now I regret all this as I now know that there is more to life than just wanting to have or make all the money in the world. I believe when God gives me a second chance to come to this world I would live my life a different way from how I have lived it. Now that God has called me, I have willed and given most of my property and assets to my immediate and extended family members as well as a few close friends .I want God to be merciful to me and accept my soul so, I have decided to give alms to charity organizations, as I want this to be one of the last good deeds I do on earth. So far, I have distributed money to some charity organizations in the U.A.E, Somalia and Malaysia. Now that my health has deteriorated so badly, I cannot do this myself anymore. I once asked members of my family to close one of my accounts and distribute the money which I have there to charity organization in Bulgaria and Pakistan; they refused and kept the money to themselves. Hence, I do not trust them anymore, as they seem not to be contended with what I have left for them. The last of my money which no one knows of is the huge cash deposit of four Million dollars ($4,000,000.00) that I have with finance House abroad. I will want you to help me collect this deposit and dispatch it to charity organizations. N/B: KINDLY NOTE THAT 80% of these funds must go to victims of recent disasters and another 20% for your effort and time. Upon receipt of your response, I shall communicate with you, and let you know the details of the transfer. Whatever your actions and your decision, I thank you for taking the time to read this email Regards, wahid adada

Wednesday, August 16, 2006

mér finnst þetta æði

mér finnst þetta alveg æðislegt - ég ætla að prófa þetta næst þegar ég er í ræktinni
en veit ekki hvort það sé eins flott sóló

Tuesday, August 15, 2006

Lára mamma

Jæja
Láru tókst að unga út litlu stelpukríli í gær
innilega til hamingju Lára og Sveinbjörn
hihihi
nú ætti pressan á okkur að vera farin

Monday, August 14, 2006

push baby push

Núna er Lára litla systir hans Lúlla að eiga barn. Í þessum töluðu orðum ætti þetta allt að fara að gerast þ.e. hún er búin að vera inn og út af spítalanum frá því í gærkvöldi og sennilega er hún að fara þriðju ferðina sína upp á spítalann núna.
svo nú segjum við öll - go Lára go - push push push

komin heim aftur

jæja skruppum heim til London í 9 daga (lúlli í tvær vikur) og slökuðum á - hittum vini og nutum þess að vera komin aftur "heim". rosa gaman en hef ekki tíma til að segja ykkur ferðasöguna núna þar sem ég er mætt aftur í vinnu - get ekki sagt að mig langaði að skríða af stað í morgun eftir 4-5 tíma svefn en svona er það nú bara -
hmmm klukkutími búinn í vinnunni og ég farin að blogga - búin að lesa póstinn minn yfir og er að reyna koma mér í gírinn aftur - veit ekki alveg samt hversu aktív ég verð í dag
vonandi verður bara ekki mikið að gera

Thursday, July 13, 2006

STRESSSSSSSSSS

Mætti snemma í vinnuna í dag
veit ekki hvort ég þori því aftur
enginn var kominn svo ég kem inn og set inn öryggiskóðann minn fyrir securitas en ekkert virkaði - setti hann aftur inn og ekkert virkaði. shit shit shit allt fór að bíba og bíba mjög hátt. Hringja í securitas fá leiðbeiningar - hlaupa og ná í númerið - ó nei ég setti inn vitlaust númer - gleymdi einni tölu ó shit shit shit bíb ´bi íb íb íbibibibibibibi
og setja númerið enn einu sinni inn - og stopp hljóðið hætti ahhhh litli minn gat andað hægar. Hringja aftur í securitas - kerfið er hætt en það blikkar enn eitthvað svæði - ok við sendum mann - en kostar það ekki mikið og það er hætt kerfið - bíðið aðeins ég ætla að sjá hvort einhver annar kemur - ætla að labba í átt að skrifborðinu mínu og þá hefst aftur bíb´bi´bi´bi´bi´bibíb´bibíbíbbí
ó nei númerið inn - ekki að virka aftur og aftur og aftur
b´bi´bi´bi´bib´bi´bi
hringi aftur í securitas - jú veistu það er best að þú sendir mann
b´bi´bibíb´- hætti bíbíð - þori ekki að hreyfa mig ef það skyldi fara aftur í gang
5 mínútum síðar þá kemur ein sem er að vinna með mér - stimplar sitt númer inn og þá hættir allt að blikka
hvað er þetta maður - horft á mig eins og ég sé mesti hálfviti á jörðinni
- niðurlút hringi ég enn einu sinni í securitas og segi þeim að það sé búið að kippa þessu í lag
úff mér líður eins og algjörum hálfvita og planið er að mæta ALDREI (þó maður eigi aldrei að segja aldrei) aftur snemma í vinnuna
alltaf bíða þar til einhver annar er mættur

Saturday, July 08, 2006

arbeit macht frei

Já það eru ekki bara þýskarar sem líta svona út

Thursday, June 22, 2006

tónlist og myndbönd

ætli þetta sé ádeila á tónlist og myndbönd - gæti orðið vinsælt :)
Maður þarf ekkert mikið til að búa til suma tónlist
smá sýrubakgrunn og stelpur

Monday, June 19, 2006

fullikallinn

Ég veit ég veit
búið að vera bara ýkt busy hjá mér og enginn tími
er flutt og búin að vera í því í 2 vikur að mála pakka niður og svo upp o.s.frv.
komist að þvi að við eigum alltof mikið af dóti og hentum glósum sem við erum búin að vera geyma í gegnum alla skólagönguna okkar - viðurkenni alveg að flestar voru frá mér.
Ég er ekki að grínast en við erum allaveganna búin að tæma 30 A4 þykkar möppur
svo við þurfum aldrei að kaupa aftur möppur - vantar annars einhvern möppur??

jæja -s vo smá fyrir þá sem hafa haldið því fram að þeir hafi einhvern tímann verið fullikallinn í partýi - ég held að enginn hafi náð þessu - allaveganna enginn sem ég þekki - Smá warning - ekki fyrir viðkvæmar sálir

Thursday, May 25, 2006

þetta er merkilegt

þetta þykir mér afskaplega merkilegt. Væri gott ef maður gæti hreinlega sótt um nafnlaust.

Friday, May 19, 2006

ALLIR SEM ELSKA REYKJAVÍK EINS OG HÚN ER

Vinsamlegast látið fólk vita af þessu

Ágæta fólk

Næstkomandi laugardag verður efnt til hátíðar á horni Klapparstígs og Laugavegar frá kl. 11-17. Þar verður markaður, lifandi tónlist og fjölbreytt önnur dagskrá.
Tilgangurinn er að vekja athygli á yfirvofandi niðurrifi húsa við Laugaveg. Búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi 29 af elstu húsunum við Laugaveg, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Við sem stöndum að þessari hátíð viljum að borgaryfirvöld setji skýrar reglur um hús þau sem munu rísa í stað þeirra sem fjúka og að hagsmunir verktaka stjórni ekki ferðinni. Nýsamþykkt deiliskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að 4 og 5 hæða blokkir rísi í stað gömlu húsanna sem munu byrgja fyrir sólina og þar með munu Reykvíkingar tapa mikilvægum minnisvörðum um sögu sína og verslun.

Blómleg markaðstemning verður á hátíðinni og meðal tónlistaratriða verða:
Bogomil Font, KK, Mugison, Gusgus Dj’s, Hairdoctor, Bob Justmann og plötusnúðarnir Margeir, KGB, Eva og Ellen, og Natalie.
Miðbær hverrar borgar er spegill á sögu hennar og við viljum hvetja til virðingar við söguna og fjölbreytileikann í komandi kosningum.
Vinsamlegast sendið póstinn á sem flesta

Thursday, May 18, 2006

þvílíkur bloggari

lélegur bloggari - ekki hægt að segja annað
nú ætla ég að fara að taka mig á í þessu.
Fréttir:
- Hætt hjá Skjali
- Farin að vinna sem sérfræðingur á markaðs og kynningarsviði fyrir TM
Software
- Veit ekkert um hugbúnað
- Hjóla í klukkutíma á dag til að fara í og úr vinnu - spurning hversu lengi
það endist
- Fór á danssýningu í gær - Mjög gaman og drama - lenti í því að það leið yfir
mann í áhorfendasalnum og ljósin voru kveikt og hrópað er læknir í húsinu.
Maðurinn var búinn að æla (ekki fullur - þekki kallinn) og enginn settist
aftur nálægt því svæði sem hann var á) heldur stóðu út í horni hluta af
sýningunni
-margir héldu að þetta atriði væri partur af sýningunni.
- Eurovision undankeppni í kvöld og ég er ekki einu sinni búin að velja mér land til að halda með fyrir aðalkeppnina - sorry Katla - búið að vera svolítið mikið að gerast í hausnum mínum.

Nóg í bili

Tuesday, May 09, 2006

fréttir í beinni

fór í sturtu í morgun - var ekki komin með sjampó í hárið guði sé lof því heita vatnið fór. Úff hvað er að gerast - kalt kalt kalt - hmmm allar óhugnanlegar hugsanir spruttu í kollinn á mér
en svo fór ég fram og þá er heitavatnsrör niður á Hlemmi sprungið
þar er núna lögga og heitavatnskallar að beina öllum frá og allt er rosalega spennandi að fylgjast með þessu. hvað ætli gerist meira

Friday, May 05, 2006

Thursday, May 04, 2006

Er ég að pína mig

Augnlokin á mér eru einstaklega þung í vinnunni í dag. Kannski hefði ég ekki átt að vakna fyrr og fara í ræktina (fyrsta sinn í langan tíma - jamm skamm skamm). Fór út í hádeginu og það var gott veður - labbaði aðeins laugaveginn og fólk sat á út á kaffihúsum og drakk bjór og hvítvín - en ekki ég - þurfti að mæta aftur í vinnu og sit nú með mjög þung augnlok að þýða og hlusta á beach boys. Og beach boys eru ekki beint að halda mér við hugann að vinnunni þar sem ég er farin að sjá mig liggjandi sofandi á strönd með bjór í hendi.
hmmm kannski komin tími til að skipta um tónlist áður en ég rýk á dyr og skelli mér til kaliforniu og gerist beachari.

Monday, May 01, 2006

Súrt

Frekar súr stemmning hér. Sit í stól og er að vinna og einhver nágranni er með gettótónlist eins og eminem - spilað mjög hátt og svo inn á milli heyri ég gráturinn og rifrildið frá nágrönnunum við hliðiná. Frekar súr stemmning líður eins og ég sé hvítt hyski í trailor park.

Saturday, April 29, 2006

Hár

Magnað hvað hár á höfði getur verið fallegt og girnilegt en hár í niðurfalli getur látið mann kúgast.

Wednesday, April 19, 2006

Ammæli

Langt um liðið frá síðustu afmæliskveðju
Til hamingju allir þeir sem hafa átt afmæli frá síðustu kveðju.
Hef ekki gleymt ykkur er bara búin að vera löt að blogga slíkt

En Solli litli á ammæli í dag
svo HAPPY BIRTHDAY solla
njóttu dagsins
stór koss frá klakanum

Tuesday, April 11, 2006

Nýjasta samtal mitt við Lúlla

Dring Dring
Lú: Ég er kominn
La: ha?
Lú: Ég er kominn
La: En klukkan er bara 20 mínútur yfir þrjú við eigum ekki að mæta fyrr en tuttugu mínútur yfir fjögur
Lú: Sjáumst

svo lúlli þurfti að snúa aftur til vinnu og koma vonandi aftur eftir klukkustund

Talandi um að vera góður við sjálfan sig

Alltaf gaman að finna eitthvað skemmtilegt á netinu eins og t.d. þetta

Saturday, April 08, 2006

hóst hóst

Fékk mér morgunlatteið mitt í morgun og naut vel
á meðan kíkti ég á netið og var aðeins að vinna þar
og einhvern vegin tókst mér að sulla smá á tölvuna
úps. Snögg að hreinsa upp (með peysunni eins og sönn subba)
en sá þá að það hafði farið eitthvað inn í tölvuna þ.e .þar sem
gatið er sem krókurinn fer í þegar maður lokar tölvunni (fartölva)
í flýtinum (og ég segi það aftur var að drekka morgunkaffi - ekki nægilega vakandi) tók ég á það ráð að sjúga úr gatinu - oj oj oj fullt af ló kom með sem festist í hálsinum á mér. ÓGEÐ - get sagt ykkur það að frekar borða ég naflakusk heldur en gera þetta afutr - þurfti að skola hálsinn á mér heillengi til að ná öllu úr og svo spýtti ég ryki ahahhaha - jamm telling you - algjör klaufi hér

Wednesday, April 05, 2006

bloggítiblogg

Fór að lesa í gær yfir blogg vina í útlöndum
Ekki sátt!!!
Komið vor alls staðar - Solla komin í sumarjakka og Eva og Þór
að borða úti í sól.
Var ýkt fúl í gær yfir þessu og hugsaði að nú hlyti þetta að
fara að reddast hérna - en nei vakna í morgun og komin einhver
ísing yfir - ömurlegt - ömurlegt -ömurlegt -ömurlegt

Tuesday, April 04, 2006

'uff

Líður alltaf lengra og lengra milli bloggs hjá mér
verð að vera duglegri. það er svona þegar maður kemur upp á klaka
og það frýs á heilanum á manni.
En það verður víst ekki mikið sem ég röfla núna þar sem ég er á leiðinni
út - sennilega bjór og bók eða bjór og billiard
bjáumst

Friday, March 31, 2006

freak

Lúlli sendir mér þetta og ég varð að deila því með ykkur

Friday, March 24, 2006

Hverfisgatan

Hverfisgatan í Reykjavík er merkileg gata. Talandi um nokkuð subbulegar blokkir. Hræðilegar gangstéttir (ekki gaman að hjóla þar) og svo merkilegt fólk. Var á leið til tannlæknis um daginn og hjólaði upp Hverfisgötuna um hádegisbilið og fannst einmitt merkilegt hvað mikið af rónum og útgangsfólki voru á röltinu en áttaði mig svo á að auðvitað væri "soup kitchen" Íslands á hverfisgötunni og þangað væri allt fólkið að fara. Talandi um það þá er útborgunardagur róna greinilega á sama tíma og hinna og þeim finnst súpa góð. Mér fannst nefnilega mjög merkilegt þegar ég rakst á Lalla Jonns í 10/11 um daginn og hann var að kaupa sér súpu. Mér fannst það ýkt fyndið þar sem hann getur fengið ókeypis súpu upp á Hverfisgötu en maður er nú ekki maður með mönnum nema maður geti keypt sér sína súpu inn á milli
er það ekki??!!

Monday, March 13, 2006

Girls just want to have fun

AHHHHH

var að klára að horfa á Girls just want to have fun - uppáhaldsmyndin mín þegar ég var táningsstelpa. Byrjaði að horfa og fannst hún nú svolítið hallærisleg en gat ekki slitið mig frá henni. Nú langar mig að finna gömlu bleiku sweat buxurnar mínar, legghlífarnar og fara í djassballet.
Who's in???

Mánudagur 9:08

Jæja

Mánudagur - hlakka strax til á morgun þegar það er kominn þriðjudagur - fýla ekki alveg mánudaga.
Hvað er ég svo búin að læra =
balletdansarar geta dansað í háhæluðum gullskóm (langar í svoleiðis)
Náttföt geta verið kósý í tvo letidaga í einu
Snjór er frá djöflinum
og
Ef maður horfir og lengi á Friends fer maður að sjá sjálfan sig í sófanum á Central Perk

Thursday, March 09, 2006

Mjá

Fyrir kattaaðdáendur og alla aðra
MJÁ

Wednesday, March 08, 2006

er svo merkileg°

Fékk símhringingu um daginn þar sem nemandi úr Háskóla Íslands ásamt hópi hans vildu fá samþykki mitt varðandi það að fá að ljósrita upp úr meistaraverkefni mínu. hahaha vá - ég er bara merkilegur fræðimaður núna.

Tuesday, March 07, 2006

djísís

Er ekki kominn tími til að boycotta bara algjörlega USA
þeir eru geðveikir kíkið á þetta

Friday, February 10, 2006

Sama hvað þú gerir þú getur alltaf....

Það er greinilegt að það skiptir engu máli hvað þú gerir
þú getur alltaf orðið ríkisstjóri í Bandaríkjunum
ég er flutt þangað og sama hvað myndbönd þið dragið upp af mér
þá gæti ég samt orðið forseti þar.
Kíkið á þetta

Thursday, February 09, 2006

Hvað liggur mér á hjarta?

Hvar er Bobby Fisher í dag?
Eftir að hann fékk að koma hingað á klakann
hefur eitthvað frést af honum
nei ég bara spyr
ef fólk er með upplýsingar endilega látið mig vita
er forvitin

Friday, January 13, 2006

Ég fékk snjó

fyrsta ammæligjöfin sem ég fékk var snjór - og ekkert smá mikið af honum.
En það er bara flott - á stígvél (ekki Nokia) sem ég veð skaflana í. Lúlli ekki alveg eins ánægður þegar hann labbaði við hliðina á mér niður Laugaveginn - hann á engin stígvél. Mætti í vinnuna. Hress og kát. Búið að kaupa kaffi. En maskarinn sem ég setti á mig í morgun var kominn langt niður á kinnar og upp á enni. Lúði!

Thursday, January 12, 2006

?

Er þetta ekki eitthvað sem allir þurfa?

einn af þessum dögum

Vaknaði í morgun eftir mjög langan svefn og leit í spegil og sá risastóra RAUÐA bólu á nefinu - hvað er málið. Hennti mér í föt og labbaði niður Laugaveginn og til vinnuaðstöðunnar og komst að því að kaffið var allt búið þar
verður þetta einn af þessum dögum?